Aldingarðurinn


Vörunúmer:

Aldingarðurinn – ávaxtatré og berjarunnar, er einstök bók þar sem Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur fjallar um ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna af eigin reynslu og þekkingu. Jón er löngu landsþekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt og góðan árangur í leit að yrkjum ávaxtatrjáa sem ná að þroska aldin hér á landi. Hann er einnig frumkvöðull í leit að heppilegum yrkjum í berjarunnarækt og miðlar þeirri þekkingu hér á einstakan hátt.

Bókin er sú sjötta í bókaflokknum Við ræktum sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út.

Í fyrri hluta bókarinnar fjallar Jón um sögu, ræktun og reynslu sína af 50 epla-, peru-, kirsuberja- og plómuyrkjum sem hann og aðrir hér á landi hafa fengið reynslu af. Í síðari hluta bókarinnar er fjallað um 71 yrki berjarunna sem gefa af sér æt ber og reynslu af þeim hér á landi.

Bókin er ríkulega myndskreytt og af þeim eru 138 ljósmyndir teknar á Íslandi og þrjár erlendis.

Í bókinni eru 43 nýjar teikningar og skýringarmyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg teiknara sem gefa efninu aukið vægi.


Verð: ISK 4.950
Til baka