Heilög Basilíka


Vörunúmer: 90080

Ocimum tenuiflorum L.

Heilög basilíka á sér mjög fornar rætur, og er talin heilög í sumum menningarheimum. Fallegt dökkgrænt lauf með rauðum blæ. Blöðin hafa sterkan keim af anísfræi og má t.d. nota í wok steiktan Thai mat, með kjúkling, svínakjöti eða nautakjöti. Til að fá hámarksuppskeru er plöntunni ekki leyft að blómstra. Leyfir þú plöntunni að blómstra, blómstrar hún bleik fjólubláum blómun sem fallegt er að nota í skreytingar.
Þrífst í frjósömum og vel afvötnuðum jarðvegi. Gefið næringu.
Forræktun: Dreifsáð í bakka með rakri sáðmold við herbergishita.
Plantið síðan 3-4 plöntum í pott með áburðarríkri mold.
Gott að nota auka lýsingu snemma árs.

Hæð 35 cm


Verð: ISK 290
Til baka