Skilmálar

Sendingarkostnaður innanlands er innifalinn ef verslað er fræ fyrir að lágmarki 1.000 kr. eða aðrar vörur að lágmarki 3.900 kr. nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þú getur einnig sótt pöntunina til okkar í búðina að Austurveg 21, 800 Selfoss á opnunartíma eða samkvæmt samkomulagi.

Vörur eru teknar saman sama dag eða næsta virka dag eftir að pöntun berst. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.

Þú getur greitt fyrir vöruna í vefversluninni með millifærslu, símgreiðslu, Netgíró eða póstkröfu. Ath. ef greitt er með póstkröfu bætist við kostnaður skv. gjaldskrá póstsins. Ef þú velur að sækja vöruna til okkar geturðu greitt þegar þú sækir.

Við viljum að þú sért ánægð/ur með vöruna sem þú kaupir af okkur en ef þú ert það ekki geturðu skilað henni innan 30 daga og fengið endurgreitt. Skilyrði er að að varan sé óskemmt í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Þú getur sent okkur vöruna eða komið með hana til okkar að Austurveg 21, 800 Selfoss. Sendingakostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Öll verð í vefverslunni eru með virðisaukaskatti. Fyrirvari er gerður um hugsanlegar villur og áskiljum við okkur rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð hefur verið gefið upp.

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.