Svona ræktar þú sprettur í eldhúsinu.


Að rækta Sprettur eða Micro leaf plöntur er eitt það einfaldasta í ræktun sem til er.


Sprettur eru smáblaðaplöntur sem vaxa hratt ca. 8-18 daga og er hægt að rækta í eldhúsinu allt árið. Þær eru líka stútfullar af vítamínum.

1. Þú byrjar á að fylla bakkann með góðri blómamold, ca. 1 cm. undir efribrún.

2. Vökva moldina síðan vel í gegn og raða síðan fræum ofaná moldina.


3. Síðan eru fræin þakin með mold og glerlokið sett á. Nú virkar boxið eins og gróðurhús sem heldur raka og hita inni. Boxið er haft á björtum stað við herbergishita t.d. á gluggasillu. Hafið rifu á ´lokinu fyrir öndun.


4. Síðan er úðað yfir plönturnar á hverjum degi með spreyflösku, Þegar plönturnar fara að vaxa upp í lokið er það tekið af. Vaxtarferlið er ca. 8-18 dagar eftir teg.


5. Síðan er byrjað að klippa af þegar plönturnar eru orðnar 5-10 cm. Sumar tegundir eru kallaðar

"cut-and-come-again" og er þá klift ofan við neðsta blaðparið og látið vaxa aftur. Sjá nánar á pökkunum.Að rækta sprettur heima eru næringaríkasta grænmeti sem þú færð, ekki síst á veturna og er um margar tegundir úr að velja og þvi hægt að hafa gott vöruúrval í elhúsinu allt árið.

Gangi ykkur vel og njótið.

Undirflokkar: